talmein.is
Á dögunum kom út málþroskaprófið Málfærni ungra barna.
Prófið er greiningartæki fyrir talmeinafræðinga til að staðfesta eða útiloka frávik í málþroska. MUB hefur verið í vinnslu frá árinu 2009 og er staðlað á íslenskum börnum. Það er ætlað börnum á aldrinum 2ja-4ra ára. Prófið kemur í handhægri tösku með myndabók og prófgögnum. Fjölmargir hafa komið að stöðlun prófsins og má þar nefna nema í talmeinafræðum sem margir gerðu meistaraverkefni sín um stöðlun og áreiðanleika prófsins. Því má segja að prófið sé ávöxtur talmeinafræðideildar, en talmeinafræði