selfosskarfa.is
Mestanpart létt og leikandi / Playoff hopes kept alive
Selfoss og Snæfell áttust við í 1. deild karla í gærkvöldi. Leikið var í Gjánni, heimavelli Selfossliðsins, og voru Selfyssingar með tögl og hagldir allan tímann, léttleiki og kraftur skein af liðinu og niðurstaðan öruggur sigur heimamanna, 96-77. Selfossliðið tók strax frá upphafi forystuna og völdin og eftir 9 mínútur var munurinn orðinn 15 stig, 28-13.