ml.is
Þjóðarspegillinn
Föstudaginn síðasta, þann 1. nóvember, fóru nemendur í félagsfræði á öðru og þriðja ári á Þjóðarspegilinn. Þjóðarspegillinn er ráðstefna í félagsvísindum og er haldin í Háskóla Íslands. Nemendur fengu að velja sér málstofur til að sitja á og var valið bæði fjölbreytt og áhugavert, má þar nefna málefni er tengjast fötlunarfræði, fjölmiðlafræði, kynjafræði og afbrotafræði.