ml.is
Stjörnuskoðunarfélagið Álfakirkja
Þann 23. september síðastliðinn (haustjafndægur) var haldinn stofnfundur í Menntaskólanum að Laugarvatni fyrir stjörnuskoðunarfélagið Álfakirkju. Hefur félagið aðsetur í menntaskólanum og er opið öllu áhugafólki um stjörnuskoðun og stjörnufræði. Engin krafa er um lágmarksþekkingu eða að félagar eigi nokkurn tækjabúnað til stjörnuskoðunar. Með stofnun stjörnuskoðunarfélags er von stofnaðila að hægt verði að efla áhuga á stjörnuskoðun