ljosmyndaskolinn.is
Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans á Safnanótt. - Ljósmyndaskólinn
Í kvöld, föstudaginn 5. febrúar, verður opið á útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans í Lækningaminjasafninu til kl. 24.00. Útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans velta upp ýmsum málefnum í verkum sínum og meðal umfjöllunarefna eru ungar mæður, ólíkur uppruni, brotthætt byggð, sjálfsskoðun, umhverfismál, leikur barna, staðalímyndir, ádeilusögur, 101 Shopkeepers og náttúran mynduð í stúdíói. Sýningin er lokaverkefni 10 nemenda sem nú …