kvennaathvarf.is
Soroptimistar styðja áfangaheimili og barnastarf Kvennaathvarfsins
Í gær styrktu Landssamtök Soroptimista, Soroptimistar í Kópavogi og Soroptimistar í Fella- og Hólahverfi bæði byggingu áfangaheimilis Kvennaathvarfsins og barnastarf athvarfsins um 2.425.000 krónur. Soroptimistar hafa verið miklar velunnarar Samtaka um Kvennaathvarf í gegnum árin. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og