vinotek.is
Kahlúa-kakan 2009 - Vinotek.is
Það var óneitanlega ekki auðvelt verkefnið sem dómnefndin stóð frammi fyrir í Kahlúa-kökukeppninni sem fram fór á Hótel Borg síðastliðinn laugardag. Hennar beið að bragða á og meta þær fjörutíu kökur sem höfðu borist í keppnina frá bakarameisturum landsins. Kökurnar voru jafnfjölbreyttar og þær voru margar.