veida.is
Fossá - laxinn að sýna sig í Fossá
Veiðimenn sem voru á laxasvæðinu í Fossá í gærmorgunn, 30. júlí, áttu góðar stundir. Þeir einbeittu sér fyrst og fremst að fossasvæðinu, fyrir neðan Hjálparfoss. Þar náðu þeir einum laxi, settu í annan og sáu töluvert af laxi til viðbótar - bæði ofarlega í fossstrengnum og fyrir neðan hann.Fram undan er besti tíminn í Fossá