selfosskarfa.is
Sigmar Jóhann til liðs við Selfoss
Sigmar Jóhann Bjarnason hefur skrifað undir leikmannasamning og gengur til liðs við Selfoss-Körfu. Sigmar kemur frá Fjölni, fæddur 1999 og bætist því í góðan hóp leikmanna Selfoss sem enn eru á unglingaflokksaldri. Sigmar er líkamlega sterkur strákur sem getur látið finna fyrir sér bæði í vörn og sókn.