selfosskarfa.is
Fréttir af aðalfundi
Aðalfundur Selfoss-Körfu 2019 var haldinn í gærkveld. Þetta var fremur fámennur, en góðmennur og ljúfur fundur með hefðbundnum aðalfundarstörfum og ágætum umræðum um stöðu félagsins og framtíðarhorfur. Helstu tíðindin eru annars vegar af reikningum félagsins og hins vegar af stjórnarkjöri, en eftir tvö samfelld stjórnarár urðu nú breytingar á skipan stjórnar. Sigríður Elín Sveinsdóttir og