ljosmyndaskolinn.is
Heima er best - Ljósmyndaskólinn
HEIMA ER BEST Myndaröð Laufeyjar Elíasdóttur fjallar um heimilisofbeldi og er byggð á ítarlegum viðtölum við bæði þolendur og gerendur í slíkum málum. Ljósmyndirnar eru vandlega sviðsettar og opna sýn inn í falda veröld þar sem heimilið veitir ekki lengur skjól og ástúð heldur hefur umturnast af kúgun og ofbeldi, vantrausti og ótta. …