ljosmyndaskolinn.is
Einstakt tækifæri til að læra Wet Plate tæknina. - Ljósmyndaskólinn
Ljósmyndaskólinn stendur reglulega fyrir ýmsum námskeiðum og vinnustofum. Nú í maí gefst einstakt tækifæri til að læra að nota Wet Plate aðferðina við ljósmyndun en þá mun verða haldið námskeið á vegum Ljósmyndakólans þar sem Maris Locmelis og Nicol Vizioli kenna aðferðina. Athugið að fjöldi þátttakenda á vinnustofuna er takmarkaður og einungis pláss fyrir 10. Því er um að gera að skrá sig sem fyrst!