usvh.is
Dagbjört Dögg Íþróttamaður USVH árið 2019
Dagbjört Dögg Karlsdóttir var í dag kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í dag í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður Vals á tímabilinu. Á þessu ári varð Dagbjört Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari. Dagbjört er