tidin.is
Sótti evrópskan fund ráðherra fjármála -og efnahagsmála
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sótti í dag árlegan fund ráðherra fjármála- og efnahagsmála í ríkjum Evrópusambandsins, Ecofin, og EFTA. Fundurinn fór fram í Brussel.Á fundinum var einkum rætt um sjálfbær fjármálakerfi og græna fjármögnun ríkjanna. Einnig var farið yfir stöðu efnahagsmála í EFTA-ríkjunum. Fjármála- og efnahagsráðherra ræddi stöðu og þróun efnahagsmála á Íslandi auk