tidin.is
Hæsta áfengisverð í Evrópu skýrist af hæstu áfengissköttunum – og enn á að hækka
Íslenskir fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um samanburð Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á áfengisverði í Evrópu. Samkvæmt þeim samanburði er áfengisverð á Íslandi 168% hærra en meðaltalið í Evrópusambandinu, eða hátt í þrefalt meðalverðið. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi hvað áfengisverð varðar er Noregur, en þar er verðið 152% hærra en meðalverðið