nattsa.is
Fiðrildavöktun 2018 á Suðausturlandi - Nattsa
Sumarið 2018 voru þrjár fiðrildagildrur í gangi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Tvær gildrur í Einarslundi við Hornafjörð og ein í garðinum við Mörtungu í Skaftárhreppi. Þann 17. apríl var kveikt á gildrunum og loguðu þær til 12. nóvember, en ljós þeirra dregur til sín fiðrildi að næturlagi. Fyrstu fiðrildin veiddust …