vegur

á labbi um Róm fékk ég hugdettu að skáldsögu. ég hef alltaf verið skáparithöfundur og skrifa yfirleitt helling, en hef aldrei fengið jafn skýra sýn um hvernig frásögn ég vil byggja. ég er að nota þessa ferð frekar strategískt, vegna þess að ég hef nægan tíma hér og stjórna dagskránni minni sjálfur. er að reyna að skrifa í klukkutíma eða tvo á dag, og er búinn að fylla 20 blaðsíður í minnisbókinni minni af textasketsum, dröftum, hugmyndum og hugleiðingum varðandi generalstrúktúr sögunnar sjálfrar og karakteranna minna.

ég er búinn að fá óskaplega skemmtilegar hugmyndir þó ég segi sjálfur frá, og er að njóta þessa skapandi hugarfars til hins ýtrasta. ég vil ekki ganga svo langt að útlöndin hafi verið triggering katalyst fyrir allt þetta hugmyndaflug, en þau eru sannarlega góður jarðvegur fyrir frumlegar og nýjar hugmyndir, ef ekkert annað.

í frábærri bók sem við vematsu erum að lesa saman, 1Q84 eftir Haruki Murakami, er önnur aðalpersónan rithöfundur sem fyllist innblæstri eftir að hafa tekið að sér undarlegt verkefni. mjög inspírerandi fyrir mig, og frábær lestur.

ég er að leggja fullt af vinnu í þessa hugmynd vegna þess að loksins finnst mér ég hafa eitthvað sem mér finnst gott og nægilega frumlegt. hef lengi hugsað um hvað mig langar að gera en aldrei fyrr en nú dottið á neitt sem mér fannst vit í.

vonandi get ég verið kominn miklu lengra með söguna mína þegar ég kem heim. markmiðið núna er að vera kominn með fyrsta draft að öllu verkinu.

mmm þessi póstur kemur ferðalaginu ekki nema óbeint við en mig langaði bara að segja ykkur frá því sem ég er að hugsa samtímis. ef ykkur fannst þetta skemmtilegt skal ég kannski skrifa meira um pælingarnar mínar, ekki endilega varðandi söguna, heldur bara það sem mér dettur í hug og krota hjá mér.

í öllum föllum, knús.
-k