vegur

Þetta litla kraftaverk kom í heiminn í gær kl 16:28. Anna stóð sig eins og hetja í gegnum 18 klst af hríðum. Það hjálpaði til hversu frábærar ljósmæðurnar voru, en við fórum í gegnum 3 mismunandi ljósmæður sem hver á fætur annarri kláraði vaktina sína. Maður verður meyr af þessu frábæra fólki sem velst í þessi störf og fylgir okkur í gegnum þennan einstaka atburð. Stúlkan er heilbrigð og vegur 3800 grömm og er 53 cm á lengd. Hún hefur fengið nafnið Signý Lilja Haraldsdóttir. Móðurinni heilsast vel. Og faðirinn situr bara hjá og horfir af undrun á fallegu nýju fjölskylduna sína. (at Barselshotellet Aldersrogade)