tyrkland

Bandaríski ljós­mynd­ar­inn Josephine Powell ferð­að­ist um sléttur Anatólíu í Tyrklandi á sjötta og sjö­unda áratugnum. Það voru umbrota­tímar í Tyrklandi — efna­hagur lands­ins óx hratt og fólk flykkt­ist úr sveitum til borg­anna í leit að vinnu.

Merki þess eru þó varla að sjá á myndum Powells. Hún mynd­aði helst hirð­ingja og bændur, þá sem urðu eftir í sveit­inni og lifðu áfram eins og for­feður þeirra höfðu gert öldum saman.