teikna

ONE TO WATCH - HALLVEIG

Deer: Hvað gerir þú og af hverju gerir þú það?
Hallveig: Ég er leikmyndahönnuður og myndlistakona. Ég geri það ekki fyrir peninginn heldur af því að mér finnst það ógeðslega gaman og ég enda einhvern veginn alltaf aftur í því.
D: Hvenær byrjaði áhuginn á myndlist?
H: Ekkert rosalega snemma, ég var alltaf eitthvað að krota í skólabækurnar mínar, ég teiknaði alltaf einhverja geðveikt skrítna gamla karla, mjög skrítna með creepy augu svona frá því að ég var 11 ára. Ég byrjaði svo í handbolta og hafði eiginlega engan tíma fyrir neitt annað en svo slasaðist ég og þurfti að hætta og þá hafði ég loksins einhvern tíma til að gera eitthvað annað og uppgötvaði þá hvað mér finnst gaman að teikna og mála og fór bara út í skóla til að læra það.
D: Hvernig byrjaðir þú að gera leikmyndir?
H: Ég var að læra myndlist út í Bandaríkjunum og svo hafði ég verið að vinna í Borgaleikhúsinu sem sviðsmaður og kom heim til Íslands og ætlaði í myndlist en svo áttaði ég mig á því að mig langaði meira í leikmyndahönnunn og byrjaði í háskólanum, hætti þar og fór frekar í háskóla út á Spáni og hef bara verið í því síðan. 
D: Ef þú mættur eiga mynd eftir hvaða listamann sem er, hver yrði fyrir valinu?
H: Mynd af Isabel de Borbón eftir Velazquez

Uppáhalds:
Lag- Lover in the dark - Berndsen
Mynd- Suspiria
Matur- Diskógrautur
Listamaður- Almarr Steinn
Ljósmyndari- Magnús Andersen
Síða- Neopets.com
Staður- Klukkugil
Drykkur- Te
Dansspor- S-ið í safety dance