svartur

Heilaga móðir, Rússland.

Nokkrar hugleiðingar um ástandið í austur-Evrópu

Rússland hefur ávallt haft einstakt samband við Evrópu. Þeir eru partur af okkar sögu sem álfa en standa samt fyrir utan, svartur sauður í ættartré vestrænar siðmenningar, Wario til okkar Mario.  Það er einfald svar við því hví Rússland hefur þessa sérstöðu; Mongólar.  Rússland var sá partur af kristindómi sem Mongólar réðu yfir öldum saman.  Og nokkuð öruggt að segja að sú reynsla hafi ekki verið til hins betra

Hvít-Rússneskur erindreki var spurður um samband heimalands hans við Rússland og svaraði að þeir vildu vera eins og Sviss.  Ekki í hlutleysi gagnvart stríði og hernaðarbandalögum heldur í sambandi sínu við Þýskaland.  Báðar þjóðir tala að mestu mismunandi mállýskur sama tungumáls og hafa mikil tengsl á öllum ef ekki flestum sviðum.   Það er vel hægt að tvær svipaðar og tengdar þjóðir geti lifað saman í sátt jafnvel þótt annar aðilinn sé mikið stærri.  Það þrætir enginn fyrir það að Kanadamenn og Bandaríkjamenn séu sitthvor þjóðin í sitthvoru landi þótt utanaðkomandi sjái oft ekki hver munurinn á þeim sé(mikið Kanadamönnum til ama.) Það mætti halda að menn ættu að sjá þennan einfalda sannleika en Kremlin virðist ekki vera sammála.  Þótt Hvít-Rússar hafi það einstaka vandamál að hafa nafnið á annarri þjóð í sínu eigin nafni.

Rússneska þjóðin og rússneska heimsveldið eru tvö fyrirbæri sem hafa aldrei verið almennilega aðgreind í huga margra Rússa.  Sovétríkin voru ein birtingarmynd Rússneska heimsveldisins og fall þess tók einungis tvö ár ólíkt til dæmis þess breska sem féll á tuttugu árum.  Flest evrópsk heimsveldi voru flotaveldi sem áttu nýlendur handan hafsins.  Rússneska heimsveldið var landveldi sem átti nýlendur bæði í Asíu og Evrópu og nánast ómögulegt að aðgreina sköpun Rússlands án sköpunar heimsveldis þeirra, línurnar eru einfaldlega ekki jafn skýrar og hjá flestum öðrum þjóðum.  Skuggi Alsír liggur en sem mara á Frönsku þjóðarsálinni og Bretar tala um dýrðarstundir breska heimsveldisins með brag þess sem felur slæma samvisku.  Því er ekki skrýtið að eftirköst fall Rússaveldis finnist enn.    

Eitt sem mér finnst hvað einkennilegast í orðræðu Pútins er þegar hann talar um áhrifasvæði.  Eins og stærri þjóðir hafi sérstakan rétt til afskipta að smærri nágrönnum sem aðrar stórþjóðir hafa ekki(gagnvart sömu þjóðum.)  Margir vesturlandabúar virðast kaupa þá hugmynd að afskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins að nágrannalöndum Rússlands séu brot á þessum rétt og ætlað að grafa undan Rússlandi.   Þvílíkt kjaftæði.

Hugmyndafræðinn á bak við stækkun Evrópusambandsins er sú að stöðugleiki og velmegun eins lands sé til hins góða fyrir löndin í kring.

Bæti kannski við meira seinna.