Klipping við eldhúsborðið, 1955-1965

image

Glenn Miller

Èg bað hana að klippa mig nokkuð snöggt. Þegar hún 
var hálfnuð með hausinn á mér vorum við komin á kaf
í samræður. Allt í einu hætti hún að klippa og lagði 
eyrað við höfuðið á mér. Hún sagðist heyra eitthvað.
það var ekki um að villast. Þetta var Glenn Miller. Ég
varð hálfvandræðalegur og sagði henni að þetta kæmi
fyrir af og til. Hún bara brosti í speglinum og hélt
áfram að klippa mig og ég heyrði að skærin voru farin
að saxa loftið í takt við lagið.

 —Óskar Árni Óskarsson, Lakkrísgerðin 2001

Ljósmynd:  Lily Guðrún Tryggvadóttir

Lesandabréf: Bróðir minn er "gold digger"

Lesandabréf: Bróðir minn er “gold digger”

Kæru Pjattrófur. Bróðir minn er einstaklega myndarlegur maður, þó ég segi sjálf frá, en það hefur líka sýnt sig í allri þeirri kvenhylli sem hann hefur notið síðan hann var unglingur.

Ég hef ekki tölu á öllum þeim stúlkum sem hann hefur skilið eftir í sárum og ég hef huggað á djamminu. Stundum tekur hann líka tímabil þar sem það er hreinlega ný stelpa á viku en þá verður fjölskyldan ansi þreytt…

View On WordPress

Njáluferð

amma skutlaði mér í skólann og ég fann rútur og fór inn í eina þeirra
Þorgerður, eina vinkona mín úr þessum 190 manna hóp, ákvað að beila á ferðina. Það er samt allt í lagi, ég hef ekki orku í tilfinningaflækjur annarra. Rútan sem ég fór í var græn og blind stelpa ætlaði að setjast hjá mér. Hún færði sig um leið og við höfðum kynnt okkur. Sagði að hún vildi geta heyrt betur í leiðsögumanninum og færði sig tveimur sætum framar. Hér er einn míkrafónn notaður sem heyrist í allar þrjár rúturnar. Svo svaf ég bara í einn og hálfan tíma

Stelpa í lopapeysu með poka af hnetum hellti tei úr krús í bollann sinn. Gleymdi að við erum á malarveg og heldur núna fyrir bollann svo teið skvettist ekki út um allt.

Ég hafði tvo valkosti. Annað hvort að fara í tvo tíma og vera búin klukkan 12, eða fara í 8 klukkutíma ferðalag vitandi að enginn sem ég þekki færi líka. Auðvitað valdi ég seinni möguleikann. Af hverju? Af því ferðalög eru frábær og Njála er ein af bestu bókum sem hafa verið skrifaðar. Þar sem ég þekki engan get ég verið alveg óáreitt, hingað til hef ég bara sagt að sætið við hliðina á mér er laust og að eg heiti katla. Þetta er yndislegt. Rúta og íslensk náttúra er eitthvað sem maður tekur fram yfir allt. Einu samskiptin mín í dag sem ég mun nenna eru örugglega við birtu af því hún reykir.

Rútubílstjórarnir eru eins og rússneskir slavar. Ég er að reyna að ná myndum af þeim en það gengur brösulega. Ég hélt fyrst að einn þeirra væri nemandi, skítugur nemandi. Ég skildi ekki hvernig var hægt að vera svona skítugur í framan. Þegar við förum út á einhverja sögulega staði fara þau bakvið eina rútuna og keðjureykja.

Nú erum við að fara að minna og meira Hofi að heimsækja Mörð Valgarðsson og skammkel.

Fokk þetta er svo næs. Birta var ein svo hún kom yfir í mína rútu og við náum mjög vel saman. Núna er hún að fá sér dúr í sætunum fyrir framan. Hún er uppfull af hugmyndum en byrjar alltaf á nýjum áður en hún klárar hinar. Ég skil hvað hún er að fara. Bráðum ætla ég að fá hana til að sýna mér eitthvað sem hún hefur skrifað eða teiknað, ég er viss um að hún sé góð og þá væri gaman að setja eitthvað inná villt.
Fjöll eru svo gömul. Sálin þeirra er svo falleg, fjalleg
Mengunin gerir ferðina líka rosa kúl. Maður ímyndar sér njálu ekkert með eðlilegu lofti.
Ég er svo skotin í Flosa en það er ekkert minnst á hann. Ég ætla þá bara að skrifa setningu eftir hann upp úr bókinni hérna:
Sú er há kona og mikil um herðar, er það fer. Takið þér hana og haldið henni.


Eftirmáli: ég komst að því að rútubílstjórakrúið er fjölskylda, þetta gæti ekki verið betra

Text
Photo
Quote
Link
Chat
Audio
Video